Þriðjudagur

Jæja þá það er nú best að blogga á meðan maturinn er í ofninum ( ein sem þykist hafa mikið að gera) Nú jæja ég get ekki neitað því að það er búið að vera nóg að gera síðustu tvær vikurnar. Skólasystur mínar vita hvað ég á við. En það er farið að sjá fyrir endann á þessu stóra verkefni og svo er það bara kynning á því á þriðjudaginn. LoLSvo skilst mér að eftir það eigi bara að vera ljóðalestur og teygjuæfingar, en það er nauðsynlegt með. Svo eru nú jólin að nálgast og allt að fyllast af jóladóti í búðunum ( ég fæ nú smá hroll ). Þannig að eftir prófin verður nóg að gera í jólaundirbúningnum, því að ég ætla að vera heimavinnandi húsmóðir í viku eftir að ég klára prófin og svo tekur vinnan við, en ég byrja að vinna 14. des. Það verður viss léttir að klára skólann en það verður líka söknuður af þessum frábæra félagskap sem ég hef verið í síðasta ár. En allt tekur enda um síðir. Nú er ég farin að verða eitthvað sorgmædd yfir þessu öllu og þá er best að hætta.Errm


Þriðjudagur

Nú verður maður bara að vakna snemma á morgnana til að blogga, nei það er kannski ekki alveg svo slæmt. En við fengum frí í fyrstu tímunum í dag þannig að best var að drífa sig á fætur því að nóg liggur fyrir að gera. Lífið hefur ekki gengið út á mikið annað en að vinna verkefni, það hefði kannski verið betra að jafna þessu eitthvað betur á önnina. En það er að sjálfsögðu þetta lokaverkefni okkar sem tekur mesta tollinn þessa dagana. Við stöllur sem erum saman erum búnar að hittast og ráða ráðum okkar, hlæja, borða nammi og reykja (kannski aðeins of mikið). En hæfileg kímni er , eins og þið vitið stelpur mínar, jafn nauðsynleg í daglega lífinu eins og í hjúkruninni, ekki satt?LoL  


Þriðjudagur

Svei mér þá, þetta voru orð að sönnu, lognið á undan storminum. Þetta er nú orðið það slæmt að ég held bara að ég hafi ekki tíma til að blogga meira, ég segi nú bara svona. En sem sagt, nú erum við skólasystur á lokasprettinum og eigum náttúrlega að gera allt í einu en það er allt í lagi, við erum nú einu sinni ofurkonur og stöndum ábyggilega undir því.Brosandi Eins og ég sagði um daginn þá fór ég að sjá Mýrina og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þetta er alveg frábær mynd, endilega drífið ykkur.

Fimmtudagur

Nú er það lognið á undan storminum. Við förum í síðasta skyndiprófið á morgun og nú tekur bara verkefnavinnan við svo það verður víst nóg að gera hjá okkur stöllum fram að lokaprófum, en allt tekur enda um síðir. Annars verður nóg að gera um helgina fyrir utan lærdóminn. Ég ætla nefnilega að bregða mér í bíó á föstudagskvöldið og er ætlunin að sjá nýju íslensku myndina, Mýrina. Ég hlakka mjög til, því að ég er aðdáandi Arnaldar og fannst bókin alveg frábær. Svo er það fimmtugsafmæli á laugardaginn sem verður örugglega skemmtilegt. Hver segir að ég lifi venjulegu og fábreyttu lífi,Svalur ég bara spyr? 

Sunnudagur

Hvað skal segja á sunnudagskvöldi. Þessi helgi er búin að vera mjög fljót að líða eins og vanalega þegar nóg er að gera. Helgin byrjaði nú á því að ég fór að vinna kvöldvakt á föstudagskvöldið og var ég alveg búin að fá nóg þegar ég kom heim, en það sem ekki drepur mann það herðir mann eins og sagt er einhverstaðar. Svo var það verkefnið í kennslufræðinni sem beið og var lítið annað gert á laugardaginn en mér finnst bara gaman að þessu og vil miklu frekar gera þetta heldur en að vera að vinna. Svona getur nú skólalífið gert mann latan, hefði átt að gera meira af þessu í gamla daga. Óákveðinn  

Þriðjudagur

Þetta er búinn að vera óvenjulegur dagur. Elín veik í sálfræðinni, Sólveig ekki komin úr veikindafríinu í heilbrigðisfræðinni og áttum við því ekki að mæta í skólann fyrr en um kl.10:30. En viti menn þá kom í ljós að Guðrún Hildur var líka veik. Þannig að ég hunskaðist heim með fögur fyrirheit um það að senda Svanhildi nú strax tölvuverkefnið fræga. Ætlaði ég bara aðeins að kíkja yfir það áður en ég sendi það, en fór náttúrlega að hringla  í því með það í huga að betrumbæta. En það var nú eitthvað annað og kom undo mér til hjálpar á síðustu stundu eins og svo oft áður. En nú er ég búin að signa yfir bæklinginn og senda hann með öllum hans kostum og göllum. Síðan ryksugaði ég stigaganginn, mjög spennandi og ákvað svo bara að setjast við bloggið. Það verður nóg að gera hjá mér í kvöld því að ég ætla í Ölver að fá mér einn öllara og horfa á strákinn minn í Þýskalandi spila handbolta. En leikurinn er sýndur á einhverri þýskri stöð sem við náum ekki. Það verður gaman að sjá hann,  hef ekki séð hann síðan í júlí. Þaðan verður brunað upp í Austurberg til að horfa á litla drenginn spila leik. En því miður kemst ég ekki til Vestmannaeyja en þar er stelpan mín að keppa í kvöld. Þannig að það er alltaf nóg að gera og mjög gott að hvíla sig frá lærdómnum annað slagið.Hlæjandi

Sunnudagur

SkömmustulegurVið erum búnar að fara í nokkrar ferðir til að kynna okkur hvað er í boði fyrir aldraða, m.a. dagvist, venjuleg hjúkrunarheimili, og sambýli. Alls staðar þar sem við höfum komið er sýnilega allt gert sem hægt er hverju sinni. Mér persónulega finnst þessi dagvist alveg frábær og með þeirri lausn má leysa margan vanda. Einstaklingarnir geta verið lengur heima og aðstandendur eru sáttari í mörgum tilfellum heldur en að viðkomandi fari strax inn á  hjúkrunarheimili meðan heilsan er þó ekki verri. En þetta sambýli sem við skoðuðum finnst mér tímaskekkja. Fólk á ekki að þurfa að flytja oftar en einu sinni. Sambýli er góður kostur í framtíðinni en þá á fólk líka að geta dvalið þar áfram þó að heilsu þeirra hraki. Betur má ef duga skal.

 


Föstudagur

Til umhugsunar: Allir vilja vera langlífir en enginn verða gamallÓákveðinn

Miðvikudagur

Það verður fínt að fá þetta „haustfrí“. Hlæjandi Dóttir mín veit ekkert um undo, hún er heppinGlottandi

Var að reyna að setja upp skoðanakönnun, endilega klikkið á.


Þriðjudagur

Ég var að komast að því hver er besti vinur minn þessa stundina. Þessi vinur hefur gjörsamlega bjargað mér síðustu daga og eftir umræðunni meðal okkar skólasystranna er hann líka vinur þeirra. Og hver skyldi þetta nú vera. Jú þetta er: undo undo undo undo undo undo...................Öskrandi

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband