Föstudagur

Föstudagur til frægðar eins og er oft sagt. Vikurnar eru svo fljótar að líða, Við eigum aðeins eftir að vera tvo mánuði í skólanum og mér finnst tilhugsunin um að fara að vinna ekkert sérlega spennandi en svona er nú lífið bara. Helgin verður örugglega mjög róleg, engin plön, það er líka ágætt.Koss

Fimmtudagur

Að vera í „búksorg“ er mjög algengt á miðjum aldri,( okkar aldri ) við erum eimmitt að læra mikið um elli kerlingu og ýtir það ansi mikið undir „búksorgina“, en áfram stelpur, látum hana ekki buga okkur.

En vel á minnst , ég las í blaðinu að það eru bara 80 dagar til jóla, þetta hlýtur að vera lygi.Hissa  


Miðvikudagur

Volæðisfíkill er nýjasta orðið. Gráta

Mánudagur til mæðu

Þetta var nú meiri mánudagsmorguninn. Var í hjúkrunarprófi sem var mjög langt,  miðað við tímann sem var gefinn, en hvað um það. Síðan fór ég í leikfimi til Báru og var það bara mjög gott.  Helgin var alveg ágæt. Fór í fertugs afmæli á laugardagskvöldið og það var mjög fínt. Hún einkadóttir min átti reyndar afmæli líka á laugardaginn og var að spila handboltaleik svo að ég fór að sjálfsögðu að horfa á hana. Sunnudagurinn var mjög rólegur, var að lesa undir próf og aðeins að vinna heimilisverkin, en maður reynir að sjálfssögðu að komast létt frá þeim Brosandi

Laugardagur

Verð að monta mig, viðtal við litla barnið mitt í fréttablaðinu í dag.
Stóð sig svo vel í leiknum um daginn.

 


Föstudagur

Góðan daginn...
Gott að það er föstudagur og helgin framundan, Það verður sjálfsagt nóg að gera.Brosandi


Mjög líklegt að það rigni eins og vanalega...

Bloggsíðan mín

Þetta verður bara flott.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband