Fimmtudagur

Nú er það lognið á undan storminum. Við förum í síðasta skyndiprófið á morgun og nú tekur bara verkefnavinnan við svo það verður víst nóg að gera hjá okkur stöllum fram að lokaprófum, en allt tekur enda um síðir. Annars verður nóg að gera um helgina fyrir utan lærdóminn. Ég ætla nefnilega að bregða mér í bíó á föstudagskvöldið og er ætlunin að sjá nýju íslensku myndina, Mýrina. Ég hlakka mjög til, því að ég er aðdáandi Arnaldar og fannst bókin alveg frábær. Svo er það fimmtugsafmæli á laugardaginn sem verður örugglega skemmtilegt. Hver segir að ég lifi venjulegu og fábreyttu lífi,Svalur ég bara spyr? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hinriksdóttir

Aldrei ditti mér í hug að þú lifðir frábreittu lífi. FRÁLEIT HUGMYND!!!!! Góða skemmtun í bíó. Kveðja Dóra.

Halldóra Hinriksdóttir, 26.10.2006 kl. 23:46

2 Smámynd: Ragnheiður Steinbjörnsdóttir

Mikið öfunda ég þig..mitt líf hefur verið ansi fábreytt að undanförnu, en kannski ég taki þig til fyrirmyndar og skelli mér líka í bíó. Hugsum svo bara um jólabókaflóðið...fullt af spennandi bókum sem mig langar að lesa.

Ragnheiður Steinbjörnsdóttir, 27.10.2006 kl. 09:11

3 Smámynd: Herdís Halldórsdóttir

  • ER ekki gaman að hafa nog að gera  Undecided    eg er að fara  taugum Yell
  •  bæ HLaughing

Herdís Halldórsdóttir, 30.10.2006 kl. 21:04

4 Smámynd: Herdís Halldórsdóttir

  • ER ekki gaman að hafa nog að gera  Undecided    eg er að fara  taugum Yell
  •  bæ HLaughing

Herdís Halldórsdóttir, 30.10.2006 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigurlaug G.Þórarinsdóttir

Sæl Þórleif mín, ég myndi nú segja að þetta væri nú bara nokkuð fjölbreytt og skemmtilegt líf sem þú lifir, alltaf í boltanum að fylgjast með ungunum þínum eða að gera eitthvað annað skemmtilegt, Ég er enn með tilbúna bíómiða sem ég fékk gefins en hef ekki gefið mér tíma vegna annríkis eða hreinnar leti. kv.Silla

Sigurlaug G.Þórarinsdóttir, 31.10.2006 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband