22.10.2006 | 19:01
Sunnudagur
Hvað skal segja á sunnudagskvöldi. Þessi helgi er búin að vera mjög fljót að líða eins og vanalega þegar nóg er að gera. Helgin byrjaði nú á því að ég fór að vinna kvöldvakt á föstudagskvöldið og var ég alveg búin að fá nóg þegar ég kom heim, en það sem ekki drepur mann það herðir mann eins og sagt er einhverstaðar. Svo var það verkefnið í kennslufræðinni sem beið og var lítið annað gert á laugardaginn en mér finnst bara gaman að þessu og vil miklu frekar gera þetta heldur en að vera að vinna. Svona getur nú skólalífið gert mann latan, hefði átt að gera meira af þessu í gamla daga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.