17.10.2006 | 15:10
Þriðjudagur
Þetta er búinn að vera óvenjulegur dagur. Elín veik í sálfræðinni, Sólveig ekki komin úr veikindafríinu í heilbrigðisfræðinni og áttum við því ekki að mæta í skólann fyrr en um kl.10:30. En viti menn þá kom í ljós að Guðrún Hildur var líka veik. Þannig að ég hunskaðist heim með fögur fyrirheit um það að senda Svanhildi nú strax tölvuverkefnið fræga. Ætlaði ég bara aðeins að kíkja yfir það áður en ég sendi það, en fór náttúrlega að hringla í því með það í huga að betrumbæta. En það var nú eitthvað annað og kom undo mér til hjálpar á síðustu stundu eins og svo oft áður. En nú er ég búin að signa yfir bæklinginn og senda hann með öllum hans kostum og göllum. Síðan ryksugaði ég stigaganginn, mjög spennandi og ákvað svo bara að setjast við bloggið. Það verður nóg að gera hjá mér í kvöld því að ég ætla í Ölver að fá mér einn öllara og horfa á strákinn minn í Þýskalandi spila handbolta. En leikurinn er sýndur á einhverri þýskri stöð sem við náum ekki. Það verður gaman að sjá hann, hef ekki séð hann síðan í júlí. Þaðan verður brunað upp í Austurberg til að horfa á litla drenginn spila leik. En því miður kemst ég ekki til Vestmannaeyja en þar er stelpan mín að keppa í kvöld. Þannig að það er alltaf nóg að gera og mjög gott að hvíla sig frá lærdómnum annað slagið.
Athugasemdir
Sæl Þórleif mín, það er alltaf nóg að gera hjá þér og þínum í boltanum, vona að allt gangi vel hjá þér líka að öðru leyti. Kveðja, Silla
Sigurlaug G.Þórarinsdóttir, 18.10.2006 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.