15.10.2006 | 10:57
Sunnudagur
Við erum búnar að fara í nokkrar ferðir til að kynna okkur hvað er í boði fyrir aldraða, m.a. dagvist, venjuleg hjúkrunarheimili, og sambýli. Alls staðar þar sem við höfum komið er sýnilega allt gert sem hægt er hverju sinni. Mér persónulega finnst þessi dagvist alveg frábær og með þeirri lausn má leysa margan vanda. Einstaklingarnir geta verið lengur heima og aðstandendur eru sáttari í mörgum tilfellum heldur en að viðkomandi fari strax inn á hjúkrunarheimili meðan heilsan er þó ekki verri. En þetta sambýli sem við skoðuðum finnst mér tímaskekkja. Fólk á ekki að þurfa að flytja oftar en einu sinni. Sambýli er góður kostur í framtíðinni en þá á fólk líka að geta dvalið þar áfram þó að heilsu þeirra hraki. Betur má ef duga skal.
Athugasemdir
Heyr heyr :)
Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, 15.10.2006 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.