Færsluflokkur: Bloggar
14.11.2006 | 19:07
Þriðjudagur
Jæja þá það er nú best að blogga á meðan maturinn er í ofninum ( ein sem þykist hafa mikið að gera) Nú jæja ég get ekki neitað því að það er búið að vera nóg að gera síðustu tvær vikurnar. Skólasystur mínar vita hvað ég á við. En það er farið að sjá fyrir endann á þessu stóra verkefni og svo er það bara kynning á því á þriðjudaginn. Svo skilst mér að eftir það eigi bara að vera ljóðalestur og teygjuæfingar, en það er nauðsynlegt með. Svo eru nú jólin að nálgast og allt að fyllast af jóladóti í búðunum ( ég fæ nú smá hroll ). Þannig að eftir prófin verður nóg að gera í jólaundirbúningnum, því að ég ætla að vera heimavinnandi húsmóðir í viku eftir að ég klára prófin og svo tekur vinnan við, en ég byrja að vinna 14. des. Það verður viss léttir að klára skólann en það verður líka söknuður af þessum frábæra félagskap sem ég hef verið í síðasta ár. En allt tekur enda um síðir. Nú er ég farin að verða eitthvað sorgmædd yfir þessu öllu og þá er best að hætta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2006 | 07:22
Þriðjudagur
Nú verður maður bara að vakna snemma á morgnana til að blogga, nei það er kannski ekki alveg svo slæmt. En við fengum frí í fyrstu tímunum í dag þannig að best var að drífa sig á fætur því að nóg liggur fyrir að gera. Lífið hefur ekki gengið út á mikið annað en að vinna verkefni, það hefði kannski verið betra að jafna þessu eitthvað betur á önnina. En það er að sjálfsögðu þetta lokaverkefni okkar sem tekur mesta tollinn þessa dagana. Við stöllur sem erum saman erum búnar að hittast og ráða ráðum okkar, hlæja, borða nammi og reykja (kannski aðeins of mikið). En hæfileg kímni er , eins og þið vitið stelpur mínar, jafn nauðsynleg í daglega lífinu eins og í hjúkruninni, ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 23:24
Þriðjudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2006 | 21:46
Fimmtudagur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2006 | 19:01
Sunnudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2006 | 15:10
Þriðjudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2006 | 10:57
Sunnudagur
Við erum búnar að fara í nokkrar ferðir til að kynna okkur hvað er í boði fyrir aldraða, m.a. dagvist, venjuleg hjúkrunarheimili, og sambýli. Alls staðar þar sem við höfum komið er sýnilega allt gert sem hægt er hverju sinni. Mér persónulega finnst þessi dagvist alveg frábær og með þeirri lausn má leysa margan vanda. Einstaklingarnir geta verið lengur heima og aðstandendur eru sáttari í mörgum tilfellum heldur en að viðkomandi fari strax inn á hjúkrunarheimili meðan heilsan er þó ekki verri. En þetta sambýli sem við skoðuðum finnst mér tímaskekkja. Fólk á ekki að þurfa að flytja oftar en einu sinni. Sambýli er góður kostur í framtíðinni en þá á fólk líka að geta dvalið þar áfram þó að heilsu þeirra hraki. Betur má ef duga skal.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2006 | 16:26
Föstudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2006 | 16:27
Miðvikudagur
Það verður fínt að fá þetta haustfrí. Dóttir mín veit ekkert um undo, hún er heppin
Var að reyna að setja upp skoðanakönnun, endilega klikkið á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2006 | 18:48
Þriðjudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)